Það má gera ráð fyrir á­gætis­veðri á suð­vestur­horni landsins á Menningar­nótt, að sögn Sigurðar Þ. Ragnars­sonar, Sigga Storms.

Sigurður hefur birt veður­spá sína fyrir helgina á vef Frétta­blaðsins en við­búið er að fjöl­margir muni leggja sína í mið­bæinn á laugar­dag enda fjöl­breytt dag­skrá í boði.

Sigurður segir að búast megi við norðan­átt, 8 til 15 metrum á sekúndum með landinu vestan­verðu, en annars hægari vindi. Góðu fréttirnar eru þær að það lægir um kvöldið. Norðan og austan til má búast við rigningu eða skúrum en syðra verður bjart. Hiti verður á bilinu 5-14 stig, mildast að deginum suð­vestan til.

Hér má sjá veður­spá Sigga Storms fyrir næstu daga.

Svona verður veðrið um miðjan dag á laugardag.