Það verður svipað veður á morgun og verið hefur, sólríkast norðaustanlands og hiti að 18 stigum þar um slóðir. Á föstudag 17. júní verður snýst vindur til norðurs með talsverðri úrkomu víða,“ segir Sigurður Þ. Ragnars­son veður­fræðingur, einnig þekktur sem Siggi Stormur.

Hann spáir miklum breytingum í veðri á þjóðhátíðardaginn 17. júní, en hann segir horfurnar fyrir daginn vera að taka á sig mynd.

„Áframhaldandi suðlæg átt, 3-10 m/s. Skúrir sunnan og vestan til annars yfirleitt þurrt og bjart með köflum. Hiti 10-18 stig, hlýjast fyrir austan - Miklar breytingar verða svo á veðri 17. júní, á föstudag þegar vindur snýst til norðurs, fremur hægur vindur í fyrstu en allhvasst undir kvöld með snörpum hviðum í Öræfasveitinni og undir Eyjafjöllum. Rigning en úrkomulítið norðaustan til fyrir hádegi. Styttir upp syðra undir kvöld. Hiti 6-12 stig.“ segir Sigurður og heldur á­fram:

„Þær eru að taka á sig nokkuð skýra mynd, horfurnar á Þjóðhátíðardaginn. Það verður þessi norðanátt sem búið er að vera að spá en fréttirnar í því eru hversu hvöss hún verður undir kvöld, einkum á sunnanverðu landinu með snöpum hviðum undir Eyjafjöllum og í Öræfasveitinni. Það verður rigning framan af degi víðast hvar, síst þó norðaustan til en eftir hádegi færir úrkoman sig yfir á norðausturlandið. Síðdegis eða undir kvöld styttir síðan upp og léttir til syðra. Hitinn verður þetta frá 6 stigum á útnesjum nyrðra upp í 11-12 gráður annars staðar. “