Sigurður Þ. Ragnars­son, eða Siggi Stormur, segir að von sé á á­fram­haldandi hlýindum suð­vestan­lands á morgun. Segja má að sumarið hafi mætt á suð­vestur­hornið í morgun og það er ekkert farar­snið á því strax.

„Það verða á­fram norð­lægar áttir með mjög góðum hlýindum, eða allt að 18 stigum á suð­vestur­fjórðungi landsins að deginum, þar með talið í höfuð­borginni,“ segir Sigurður sem á von á enn meiri hlýindum á morgun en í dag.

Vindur verður víðast hvar hægur á morgun, eða 3 til 13 metrar á sekúndu, hvassast á Snæ­fells­nesi, norð­vestan til og á Suð­austur­landi við sjávar­síðuna. Gera má ráð fyrir rigningu eða skúrum á austur­helmingi landsins en annars verður yfir­leitt þurrt og fremur skýjað.