Sigurður Þ. Ragnars­son, veður­fræðingur og fyrr­verandi bæjar­full­trúi Mið­flokksins og ó­háðra í Hafnar­firði, hefur á­kveðið að ganga til liðs við Sam­fylkinguna.

Sigurður, betur þekktur sem Siggi Stormur, greinir frá þessu í færslu á Face­book-síðu sinni.

„Jæja þá er það á­kveðið! Þegar maður stendur á tíma­mótum er hollt að fara í gagn­rýna sjálfs­skoðun. Eins og margir vita lentum við hjónin í miklu á­falli þegar sonur okkar varð lífs­hættu­lega veikur mánuðum saman og sér ekki fyrir endann á. Svona á­fall gjör­breytir hugsun manns og lífið og lífs­gæði fara í fremsta þrep. En þó á­föllin dynji yfir mann, þá verður maður líka að reyna að halda á­fram,“ segir Sigurður í færslu sinni.

Hann segir að þegar hann fór að spegla sig við flokkana hafi hann komist að því að hann vildi setja mann­gæsku og mann­legar þarfir í fyrsta sæti.

„Ég hef alltaf verið svo­lítið til hægri og hef haft gaman að pólitísku vafstri. Nú hef ég gert upp hug minn og á­kveðið að hætta í Mið­flokknum og yfir­gefa hægrið. Ég hef sem­sagt á­kveðið að færa mig yfir línuna til vinstri og á­kveðið að ganga til liðs við Sam­fylkinguna.“

Sigurður segir að í Sam­fylkingunni sjái hann sam­svörun við það sem honum finnst öllu máli skipta; lífs­gæði og vel­ferð fólks.

„Ég finn að ég er sáttur við sjálfan mig að hafa tekið þessa á­kvörðun og ber ekki kala til nokkurs manns. Ég hlakka hins vegar mikið til að fá að starfa með bæjar­mála­flokki Sam­fylkingarinnar í Hafnar­firði. Svo mörg voru þau orð - hlýjar kveðjur til ykkar allra.“