„Besta veðrið á morgun verður á austan­verðu landinu, frá Horna­firði og upp á Hérað. Þar eru horfur á nokkuð björtu og þurru veðri með sæmi­lega hægum vindi,“ segir Sigurður Þ. Ragnars­son, betur þekktur sem Siggi Stormur.

Sigurður gerir ráð fyrir nokkuð stífum vindi á vestan­verðu landinu á morgun, 8 til 15 metrum á sekúndu á að giska, en fyrir austan verður með bjart með köflum og hiti að 13 stigum.

„Vestan til á landinu verður hvassara og myndar­legar hviður geta myndast á sunnan­verðu Snæ­fells­nesi og á sunnan­verðum Vest­fjörðum. Rétt að hafa það í huga fyrir fólk með ferða­vagna,“ segir Sigurður og bætir við að veðrið verði kafla­skipt um helgina. Það verður nokkuð bæri­legt fyrir íbúa á sunnan- og vestan­verðu landinu en heldur svalara fyrir íbúa í öðrum lands­hlutum.

„Síðan er að sjá á­fram­haldandi norð­lægar áttir með björtu veðri sunnan og vestan til frá föstu­degi og yfir helgina með hita að 14 stigum þar um slóðir. Heldur kulda­legt verður fyrir norðan og raunar frost sums staðar á fjöllum. Það lægir heldur á landinu um helgina en nokkuð vinda­samt á föstu­dag.“