Sigríður Dögg Arnardóttir, sem betur er þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur, birti í dag texta úr bók sinni til að leiðrétta þá mýtu um meyjarhaft og meydóm. „Í ljósi umræðunnar um T.I. og árlega „meyjarhafts“ tjékkið sem hann lætur dóttur sína ganga í gegnum finnst mér réttast að leiðrétta mýtuna um meyjarhaftið!“

Sigga Dögg vitnar þar í rapp­ar­ann T.I., sem sagði nú á dögunum að hann færi ár­lega með dótt­ur sína, Deyjah Harris, til kven­sjúk­dóma­lækn­is til þess að at­huga hvort meyj­ar­haft henn­ar sé órofið. Um­mæli rapparans hafa vakið reiði á netmiðlum og er greinilegt að rapparinn veit ekkert í sinn haus er varðar kynfæri kvenna.

„Meyjarhaftið er teygjanleg slímhimnufelling, 1-2 sentimetrum innan við leggangaopið,“ segir í bók Siggu Daggar. Þar er réttilega bent á að sumar píkur séu með meyjarhaft sem hylji leggangaopið að hluta til, alveg, eða alls ekki.

Við samfarir getur teygst á meyjarhaftinu og getur það rifnað við líkamlega áreynslu. Rofið meyjarhaft segir ekkert til um hvort manneskja hafi stundað kynlíf eður ei.

Hér fyrir neðan má læra nánar um meyjarhaftið.