Rit­höfundurinn Sif Sig­munds­dóttir olli heil­miklu fjaðra­foki í net­heimum með helgar­pistli sínum þar sem hún bendir á að þjóð­kirkjan gæti lært ýmis­legt af satanistum. Gagn­rýni gegn um­fjöllunar­efni pistilsins hefur síðan hrannast upp í at­huga­semda­kerfi og er ekki síst komið frá fólki innan kirkjunnar sjálfrar.

Á­mælir biskupi fyrir um­mæli um sið­rof

Í pistlinum fjallar Sif um fækkun innan þjóð­kirkjunnar og aukna tor­tryggni gegn þeim fé­lags­skap sem þar starfar. Þá gagn­rýnir hún sér­stak­lega Agnesi Sigurðar­dóttur, biskup Ís­lands, fyrir við­brögð sín við nýrri stöðu kirkjunnar.

„Í stað þess að líta í eigin barm sagði biskup á­­stæðu tor­­tryggninnar vera sið­­rof í sam­­fé­laginu í kjöl­far þess að sér­­stakri kristin­­fræði­­kennslu var hætt í grunn­­skólum.“

Sóknar­prestur Nes­kirkju, Skúli Ólafs­son, var ó­sam­mála þessari um­fjöllun Sifjar um biskup og sagði um­mælin vera úr­elt. „Frekar slappt að halda á­fram að núa fólki því um nasir að hafa sagt eða gert eitt­hvað sem það hefur beðist fyrir­gefningar á að hafa sagt eða gert,“ segir Skúli og á þá við að biskup hafi beðist af­sökunar á um­mælum sínum um sið­rof.

Ég skil vel að kirkjunnar mönnum sárni skrifin enda eru það gömul sannindi og ný að sann­leikanum verður hver sár­reiðastur

„Ég skil vel að kirkjunnar mönnum sárni skrifin enda eru það gömul sannindi og ný að sann­leikanum verður hver sár­reiðastur,“ segir Sif í sam­tali við Frétta­blaðið. Hún bendir á að Ís­lenska þjóð­kirkjan hafi hvorki verið braut­ryðjandi á sviði kær­leiks né um­burðar­lyndis, ó­líkt satanistunum sem hún fjallaði um í pistli sínum.

Sif segir djöfladýrkendur í Bandaríkjunum umburðarlyndari en þjóðkirkjan þegar rýnt er í boðskap þeirra.
Fréttablaðið/Getty

Ör­læti og sam­kennd ekki í önd­vegi

Yfir­­­lýst stefna satanistanna er „að hvetja til ör­lætis og sam­­kenndar“ og vekur Sig at­hygli á boð­orðunum sjö sem satanistar fylgja. „Sem mörgum þykir standa boð­orðunum tíu, sem kirkjan hefur í frammi, langtum framar að um­burðar­lyndi og mann­gæsku.“

Sif telur minna bera á slíkum boð­skap innan kirkjunnar. „Sem dæmi má nefna var sam­visku­frelsi, rétturinn að synja fólki um hjóna­vígslu á grund­velli kyn­hneigðar þess, ekki af­numið fyrr en árið 2015. Fyrsti sam­kyn­hneigði presturinn var ekki vígður fyrr en 2017. Og svo mætti lengi telja.“

Pistla­höfundurinn segist þó gleðjast yfir því að þessi mál séu rædd og fagnar öllum at­huga­semdum við skrif sín. „Sama hvort þau eru frá fólki sem er sam­mála mér eða ó­sam­mála. Ég fagna því at­huga­semdum frá kirkjunni eins og öðrum.“