Sáttum hefur verið náð í máli Sifjar Huldar Alberts­dóttur við Ísa­fjarðar­bæ vegna ein­eltis sem hún varð fyrir í starfi sínu sem fram­­kvæmda­­stjóri Bs­Vest. Frá þessu greinir Sif á Face­­book og segir sáttir náðst „eftir langa og erfiða bar­áttu.“

„Ég er glöð að þetta er búið,“ segir Sif Huld í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Eins og ber að skilja er engin sigur­vegari í þessu máli og hafa síðustu mánuðir verið mér og fjöl­­skyldu minni mjög erfiðir,“ segir hún á Face­book en kveðst engu að síður á­­nægð með að tekið hafi verið á málinu.

„Ég óska þess að málið verði víti til varnaðar fyrir komandi ár ef ein­eltis­­mál komi upp innan Ísa­fjarðar­bæjar.“

Þú vilt að þetta verði víti til varnaðar?

Já, að fólk læri af þessu og passi sig á að standa með þolandanum þegar kemur að svona málum.

Ég er í mínu starfi á­fram og fer í það að byggja sjálfa mig upp og koma öllu í samt lag. Ég stend keik og held á­fram.

Sif lagði fram bóta­kröfu á hendur Ísa­fjarðar­bæ 14. júní vegna lang­varandi og ó­tví­ræðs ein­eltis í sinn garð og baðst form­lega lausnar frá störfum sínum sem bæjar­full­trúi 24. júní en hún hafði setið í bæjar­stjórn í þrjú ár fyrir Sjálf­stæðis­flokkinn.

„Á­­stæðan fyrir því að ég biðst lausnar er sú að í tæpt hálft ár hefur staðið yfir rann­­sókn á ein­elti af hálfu em­bættis­­manns Ísa­fjarðar­bæjar gegn mér. Ísa­fjarðar­bær fékk ráð­gjafa­­fyrir­­­tækið Attentus til að taka við málinu og greina þann djúp­­stæða vanda sem við stóðum fyrir. Í lok mars kynnti svo Attentus niður­­­stöðu ítar­­legrar greiningar sem var unnin var með við­­tölum við vitni og aðra tengda málinu. Niður­­­staðan var að um ein­elti var að ræða og ljóst að ég hafði í­trekað vakið at­hygli á þessum sam­­skiptum,“ segir Sif Huld í yfir­­­lýsingu sem hún sendi frá sér 14. júní.