Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, harmar það atvik sem átti sér stað í Borgarholtsskóla í gær, 13. janúar. Forsvarsmenn félagsins munu í dag funda með stjórnendum skólans og fara yfir stöðuna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SÍF.

Að minnsta kosti sex manns þurftu að leita sér að­stoðar á slysa­deild eftir að til á­taka kom í Borgar­holts­­skóla í Grafar­vogi um há­­degis­bil í gær. Enginn hlaut al­var­lega á­verka en starfs­fólki, nem­endum og for­eldrum var illa brugðið.

„Mikilvægt er að nemendum finnist þeir öruggir í þeim skólum sem þeir stunda nám við en atvik sem þetta getur dregið verulega úr þeirri öryggiskennd. Mikilvægt er að nemendur fái alla þá áfallahjálp sem þeir þurfa og stuðning við að halda áfram námi,“ segir í tilkynningunni.

Þá segja þau vonast til þess að þeir nemendur sem særðust í árásinni nái sér að fullu og aðrir nemendur sem atvikið hafi áhrif á.

Yfirlýsing í heild sinni

Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, harmar það atvik sem átti sér stað í Borgarholtsskóla í gær, 13. janúar. Mikilvægt er að nemendum finnist þeir öruggir í þeim skólum sem þeir stunda nám við en atvik sem þetta getur dregið verulega úr þeirri öryggiskennd. Mikilvægt er að nemendur fái alla þá áfallahjálp sem þeir þurfa og stuðning við að halda áfram námi. 

SÍF mætir á fund í dag með stjórnendum Borgarholtsskóla til að fara yfir stöðuna.  

SÍF vonar innilega að þeir nemendur sem særðir eru nái sér að fullu, sem og aðrir nemendur sem atvikið hafði áhrif á.