Þorvaldur S. Helgason
thorvaldur@frettabladid.is
Laugardagur 13. ágúst 2022
15.00 GMT

Dr. Aleksandar Sasha Bodir­oza, full­trúi Mann­fjölda­sjóðs Sam­einuðu þjóðanna í Afgan­istan (UN­F­PA), heim­sótti Ís­land í sumar. Dr. Sasha fundaði með ís­lenskum ráða­mönnum og full­trúum SÞ hér á landi á­samt Pernil­le Fen­ger, fram­kvæmda­stjóra UN­F­PA á Norður­löndunum.

Dr. Sasha tók við starfi full­trúa UN­F­PA í Afgan­istan í janúar 2021, þegar vest­ræn her­lið voru í óða önn að undir­búa brott­flutning úr landinu eftir ára­tuga her­setu, en hann gegndi áður sama starfi í Egypta­landi. Spurður um hvernig það hafi verið að taka við starfinu á slíkum um­brota­tímum segir Sasha:

„Þegar maður er opin­ber starfs­maður Sam­einuðu þjóðanna þá veit maður ná­kvæm­lega hvað maður er að fara út í. Fyrir mig var það aldrei neitt vanda­mál. Þegar allt kemur til alls þá er mark­mið UN­F­PA að út­vega lífs­nauð­syn­lega þjónustu fyrir konur og stúlkur, þannig það var aðal­hvatinn fyrir mig.“

Ferða­frelsi jókst en frelsi dvínaði


15. ágúst 2021, rúmu hálfu ári eftir að Dr. Sasha tók við starfinu í Afgan­istan, í sama mund og síðustu banda­rísku her­mennirnir yfir­gáfu landið, veltu her­sveitir Tali­bana af­gönsku ríkis­stjórninni úr sessi og tóku völd í landinu. Síðan þá hafa Tali­banar myndað sína eigin byltingar­stjórn sem enn hefur ekki verið viður­kennd af neinum er­lendum ríkjum. Dr. Sasha líkir Afgan­istan fyrir 15. ágúst 2021 og Afgan­istan eftir 15. ágúst 2021 við tvö gjör­ó­lík lönd.

„Strax og ég kom í fyrra þá ferðaðist ég um landið og heim­sótti þó­nokkur héruð. Því fylgdu margar á­skoranir. Ég hélt mig innan marka þétt­býlis­svæða, það er stórra borga, sem var að vissu leyti svekkjandi, sér­stak­lega í ljósi þess að meiri­hluti þjónustu­svæða UN­F­PA eru í dreif­býli. Eftir 15. ágúst gátum við fengið að­gang að dreif­býlis­svæðum þannig að ferða­frelsi jókst á sama tíma og al­mennt frelsi dvínaði fyrir fólk í Afgan­istan.“

Sjálfboðaliðar bjóða afgönskum stúlkum upp á leynilega kennslu í Kandahar. Samkvæmt reglum Talibana mega stúlkur enn ekki sækja sér menntun í gagnfræðaskólum.
Fréttablaðið/Getty

Pólitíska á­standið mjög flókið

Vest­ræn ríki hafa hingað til þver­neitað að eiga í diplómatískum sam­skiptum við Tali­bana. Er þetta að breytast?

„Þetta er aug­ljós­lega pólitískt mál sem ég myndi síður vilja tjá mig um. Það sem við (UN­F­PA) bjóðum upp á er lífs­nauð­syn­leg þjónusta. Í á­standi þar sem allir aðrir hafa yfir­gefið landið erum við þau einu sem erum enn til staðar. Við erum hér enn og höldum á­fram um­boði okkar að veita í­búum Afgan­istan þjónustu.“

Dr. Sasha viður­kennir þó að pólitíska á­standið í landinu sé aug­ljós­lega mjög flókið.

„Við búumst ekki við því núna, og senni­lega ekki í nánustu fram­tíð, að fjöldi al­þjóð­legra þátt­tak­enda muni breytast á næstunni. Ef við horfum á sam­setningu byltingar­stjórnarinnar, þá mun heildar­á­standið er varðar mann­réttindi, sér­stak­lega réttindi kvenna, stúlkna og minni­hluta­hópa, halda á­fram að vera á­skorun í Afgan­istan. En þrátt fyrir það þá var nauð­syn­legt fyrir okkur að vera á­fram í landinu og búa til verk­lag sem gerði okkur kleift að vera til staðar og bjóða fram þjónustu okkar í sér­hverjum lands­hluta.“


Þegar maður er opin­ber starfs­maður Sam­einuðu þjóðanna þá veit maður ná­kvæm­lega hvað maður er að fara út í. Fyrir mig var það aldrei neitt vanda­mál.


Kom aldrei til greina að fara

Þannig að það var aldrei spurning um hvort þið mynduð yfir­gefa Afgan­istan eða ekki?

„Nei, það kom aldrei til greina, ein­hver þarf að vera eftir. Ef þú lítur á verk­efni Mann­fjölda­sjóðs Sam­einuðu þjóðanna þá tókst okkur í allan þennan tíma að halda á­fram að bjóða fram þjónustu okkar fyrir fórnar­lömb kyn­bundins of­beldis, okkur tókst að halda á­fram að bjóða ó­léttum konum upp á lífs­nauð­syn­lega þjónustu í af­skekktustu héruðum landsins. Á undan­förnu ári höfum við skalað upp gjör­valla á­ætlun okkar.”

Lang­flestir við fá­tæktar­mörk

Tali­banar eru trúar­legur öfga­hópur sem byggir stjórnar­hætti sína á sjaría­lögum, ströngustu túlkun Íslams­trúar. Þó hefur borið á ein­hverjum um­bótum í stjórnar­háttum þeirra frá því þeir voru síðast við völd í Afgan­istan í byrjun þessarar aldar. Spurður um hvort Tali­banar hafi sýnt vilja til sam­starfs við UN­F­PA segir Dr. Sasha:

„Já, að sjálf­sögðu. Það er ekki svo margt í gangi í Afgan­istan núna vegna af­leiðinga efna­hags­hrunsins, hruns fjár­mála­kerfisins, nokkurra mánaða hruns heil­brigðis­kerfisins og öllu sem því fylgdi. Sum af spá­líkönunum sem voru gerð af kollegum okkar hjá Þróunar­á­ætlun Sam­einuðu þjóðanna (UNDP) gefa til kynna að um 97 prósent íbúa Afgan­istan muni bráð­lega verða ná­lægt eða undir fá­tæktar­mörkum. Það mun hafa gríðar­leg á­hrif og án viður­kenningar, án að­gengis að auð­lindum utan landsins, er á­standið gífur­lega krefjandi fyrir byltingar­stjórnina. Sam­einuðu þjóðirnar eru einu al­þjóða­sam­tökin sem bjóða upp á lífs­nauð­syn­lega þjónustu í landinu, ekki bara mann­úðar­starf og við­bragðs­þjónustu.“

Dr. Sasha var staddur hér á landi til að funda með ís­lenskum ráða­mönnum og full­trúum Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli á verkefnum UNFPA.
Fréttablaðið/Ernir

Sam­starf við sam­fé­lagið

Að sögn Dr. Sasha eru megin­verk­efni UN­F­PA í Afgan­istan þrjú. Í fyrsta lagi mæðra­vernd, þar sem þau bjóða upp á lífs­nauð­syn­lega þjónustu fyrir ó­létt fólk. Í öðru lagi vernd og þjónusta fyrir fórnar­lömb kyn­bundins of­beldis. Í þriðja lagi af­hending sjúkra­gagna á borð við sjúkra­kassa fyrir kyn­heil­brigði og getnaðar­varnir.

„Það sem er á­huga­vert við flagg­skipið okkar um mæðra­vernd, sem kallast Family Health Hou­se, er að við vinnum það í sam­starfi við sam­fé­lagið. Það er örugg­lega ein af á­stæðunum fyrir því að okkur tókst að vinna bug á þeim hindrunum og af­skiptum sem voru sett á af byltingar­stjórninni. Í sam­starfi við sam­fé­lagið bjuggum við til skipu­lag sem gegnir hlut­verki fæðingar­deildar. Síðan veljum við stúlkur úr sam­fé­laginu sem ganga í tveggja ára ljós­mæðra­skóla, taka svo fjögurra mánaða starfs­nám á spítala og snúa loks aftur í sam­fé­lagið og hefja störf sem ljós­mæður. Bara í síðasta mánuði kláruðu 58 stúlkur ljós­mæðra­námið og við erum að tala um stúlkur frá af­skekktustu héruðum landsins.“

Von með nýrri kyn­slóð

Þannig að þú ert von­góður um að árangur geti náðst í Afgan­istan?

„Það er ein saga sem ég þreytist ekki á að segja um unga stráka, 15 til 16 ára gamla, sem ég hitti í Nangahar-héraði. Þegar ég spurði þá hver væri fyrir­mynd þeirra þá völdu þeir hina frægu dönsku fót­bolta­konu Nadiu Nadim sem fæddist í Afgan­istan, fluttist úr landi og varð danskur ríkis­borgari, spilaði fyrir danska lands­liðið í knatt­spyrnu, kláraði lækna­nám og varð ein af bestu fót­bolta­konum heims. Ég var að búast við því að þeir myndu nefna ein­hvern eins og Messi eða Ron­aldo en þeir völdu Nadiu. Það segir manni að það er von fyrir Afgan­istan með hinni nýju kyn­slóð.“

Á­standið í Afgan­istan var í al­gleymi vikurnar og mánuðina í kjöl­far valda­töku Tali­bana í ágúst 2021. Landið glímir nú við gríðar­stór vanda­mál á borð við hungur­sneyð, vöru­skort og djúpa efna­hags­kreppu og finnst mörgum sem vel þekkja til Afgan­istan sem vanda­mál landsins hafi fallið í skuggann af öðrum heims­krísum. Dr. Sasha tekur undir þetta.

„Núna þegar fókusinn hefur al­gjör­lega færst yfir á það sem er að gerast í Úkraínu og þaðan yfir á al­þjóð­legu efna­hags­krísuna þá líður okkur eins og Afgan­istan sé á vissan hátt í skugga alls þess. Það hefur víð­tæk á­hrif, bæði hvað varðar pólitík og öryggis­mál.“


...ég held að það sé sið­ferðis­leg skylda okkar að vera hér, veita þjónustu og halda á­fram mann­úðar­að­stoð sem mun ekki bara bjarga lífum heldur einnig koma í veg fyrir það sem gæti komið.


Vilja yfir­gefa landið

Að sögn Dr. Sasha eru ýmsir miður upp­örvandi hlutir að gerast í Afgan­istan er tengjast kven­réttindum, rétti kvenna og stúlkna til náms og vinnu, svo eitt­hvað sé nefnt. Þá lýsir hann yfir miklum á­hyggjum af fram­tíðar­horfum ungs fólks í landinu en Afgan­istan er mjög ung þjóð með tæp­lega 64 prósentum fólks undir 25 ára aldri. UN­F­PA hefur staðið fyrir rýni­hópum með ungum Af­gönum sem hafa gefið sláandi niður­stöður.

„Ungt fólk í Afgan­istan í dag árið 2022 er at­vinnu­laust, af­tengt, sér enga fram­tíð og vill flytja burt frá landinu. Þegar maður stendur fyrir um­ræðum í rýni­hópum þá eru alltaf ein til tvær mann­eskjur sem fylgja ekki straumnum og hugsa öðru­vísi, vilja vera eftir út af mis­munandi á­stæðum.

En hér erum við að tala um 100 prósent fólks sem vill fara. Þannig að ég held að það sé sið­ferðis­leg skylda okkar að vera hér, veita þjónustu og halda á­fram mann­úðar­að­stoð sem mun ekki bara bjarga lífum heldur einnig koma í veg fyrir það sem gæti komið,“ segir Sasha.

Athugasemdir