Allir þeirr­a her­mann­a sem tóku þátt í frels­un Auschwitz-út­rým­ing­ar­búð­ann­a við lok síð­ar­i heims­styrj­ald­ar eru nú látn­ir eft­ir að rúss­nesk­i her­mað­ur­inn Dav­­id Dus­hm­an lést 98 ára að aldr­i. Hann lést á heim­il­i sínu í Munch­en í Þýsk­a­land­i.

Dus­hman barð­ist í hin­um sov­ésk­a Rauð­a her í stríð­in­u en að því lokn­u sner­i hann sér að skylm­ing­um og náði nokkr­um fram­a þar, eink­um sem þjálf­ar­i. Al­þjóð­a­ól­ymp­í­u­nefnd­in greind­i frá and­lát­i hans í til­kynn­ing­u.

Nas­ist­ar myrt­u fólk í búð­un­um frá 1940 til 1945.
Fréttablaðið/Getty

Þann 27. jan­ú­ar 1945 ók Dus­hman skrið­drek­a sín­um af gerð­inn­i T-34 yfir raf­magns­girð­ing­un­a sem um­kringd­i út­rým­ing­ar­búð­irn­ar í Pól­land­i. Þar höfð­u nas­ist­ar myrt um 1,1 millj­ón­ir mann­a, að stærst­um hlut­a gyð­ing­a. Tal­ið er að um 1,3 millj­ón hafi ver­ið send í búð­irn­ar.

„Við viss­um nán­ast ekk­ert um Auschwitz,“ sagð­i hann í við­tal­i við þýsk­a dag­blað­ið Su­edd­e­utsch­e árið 2015 og rifj­að­i upp að hann hefð­i séð „bein­a­grind­ur út um allt.“

Dus­hman við minn­ar­at­höfn í Ber­lín árið 2015.
Fréttablaðið/AFP

„Þær komu út úr hús­un­um, sátu og láu með­al hinn­a dauð­u. Hræð­i­legt. Við köst­uð­um til þeirr­a öll­um dós­am­atn­um okk­ar og fór­um strax að veið­a fas­ist­an­a,“ sagð­i hann. Dus­hman varð ekki ljóst um­fang grimmd­ar­verk­a nas­ist­a fyrr en eft­ir stríðs­lok.

Hann var einn 69 her­mann­a úr sinn­i her­deild sem lifð­u stríð­ið af en særð­ist þó mik­ið.

Nas­ist­ar myrt­u meir­a um sex millj­ón­ir gyð­ing­a í hel­för­inn­i og voru út­rým­ing­ar­búð­irn­ar í Auschwitz þær stærst­u. Auk gyð­ing­a voru þar myrt­ir sam­kyn­hneigð­ir, Róma-fólk og sov­ésk­ir stríðs­fang­ar.

Fjöld­i fólks sæk­ir út­rým­ing­ar­búð­irn­ar heim á ári hverj­u.
Fréttablaðið/EPA