Síðasti gestur far­sóttar­húsa Rauða krossins var út­skrifaður í morgun, þetta kemur fram í til­kynningu Rauða krossins á Ís­landi.

15 þúsund ein­staklingar hafa, á rúmur tveimur árum, dvalið í far­sóttar­húsum og notið að­stoðar starfs­fólks og sjálf­boða Rauða krossins. Þegar mest var störfuðu 80 manns á 7 mis­munandi hótelum.

Far­sóttar­húsin opnuðu fyrst um sinn sem sótt­kvíar­hús og var hugsað fyrir ferða­menn sem höfðu engan stað til þess að sæta sótt­kví. Hótelunum var síðan breytt í far­sóttar­hús fyrir alla, Ís­lendinga líka, þar sem ein­staklingar gátu dvalið á meðan þeir sættu ein­angrun eða sótt­kví. Í til­kynningunni kemur fram að ein­staklingar af fjöl­mörgum þjóð­ernum hafi dvalið í far­sóttar­húsunum.

Í maí 2020 var far­sóttar­húsunum lokað í nokkrar vikur en þá voru horfur um að far­aldrinum væri lokið, svo var ekki og þau opnuðu aftur í júní 2020.

Í til­kynningunni segir að næstu dagar muni fara í frá­gang á síðustu tveimur far­sóttar­húsunum, en þau eru stað­sett í Reykja­vík og á Akur­eyri.