Ólafur Þ. Harðar­son, prófessor í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands, segir skýrt brot á kosninga­lögum að inn­sigla ekki at­kvæða­kassa. Hins vegar sé stóra spurningin sú hvort að brotið teljist nægi­lega al­var­legt til að ó­gilda kosninguna. Ólafur segir ó­lík­legt að það verði niður­staða Al­þingis.

Að sögn Ólafs sé afar lík­legt að lands­kjör­stjórn, sem fundar á morgun, muni skila af sér úr­slitum í sam­ræmi við síðari talningu í Norð­vestur­kjör­dæmi. Seinni talningin hafi bent til þess að rangt hefði verið talið í fyrri talningu.

„Það væri af­skap­lega ein­kenni­legt ef menn ætluðu að notast við tölur sem búið er að sýna fram á að séu rangar.“

Má ekki hanga í óvissu

Ólafur segir mikil­vægt að á­kvörðun liggi fyrir sem fyrst. „Það er mjög mikil­vægt fyrir traust á lýð­ræðinu að svona mál séu ekki látin hanga í ó­vissu lengi.“

Niður­staða lands­kjör­stjórnar er síðan send til Al­þingis til skoðunar hjá kjör­bréfa­nefnd sem er skipuð völdum þing­mönnum.

Að sögn Ólafs hefur Al­þingi alltaf sam­þykkt til­lögu kjör­bréfa­nefndar, nema einu sinni þegar þingið breytti niður­stöðu nefndarinnar, árið 1909.

Galið að þingið úrskurði um sjálft sig

Ólafur segir ó­á­nægju vera uppi um að ný­kjörið Al­þingi úr­skurði um sig sjálft og er hann sam­mála þeirri gagn­rýni.

Hann segir að „það sé nú eigin­lega galið og af­skap­lega ó­heppi­legt“ að fyrir­komu­lagið skuli vera svona.

Frétta­blaðið greindi frá því í morgun að ný­legt dóma­for­dæmi frá yfir­deild Mann­réttinda­dóm­stóls Evrópu sem tengist þing­kosningum í Belgíu gefi vís­bendingu um að endur­skoða þurfi úr­skurðar­vald Al­þingis um kjör þing­manna.

Úrelt fyrirkomulag

Ólafur segist marg­oft hafa bent á að þetta fyrir­komu­lag sé galið og úr­elt og að því þurfi að breyta. Til þess að breyta fyrir­komu­laginu þurfi að breyta stjórnar­skránni. Það hafi reynst erfitt.

„Ég held að líkurnar á því að þessu verði breytt núna séu meiri en áður, bæði vegna þess að þetta mál kemur upp núna og líka vegna þess að MDE hefur látið í ljós það álit að þetta fyrir­komu­lag sé mjög ó­eðli­legt.“

Undirbúningskjörbréfanefnd hefji störf strax

Willum Þór Þórs­son starfandi þing­for­seti hefur sagt að undir­búnings­vinna fyrir störf nýrrar kjör­bréfa­nefndar muni hefjast á Al­þingi strax að lokinni út­hlutun þing­sæta sem fer fram á fundi sem lands­kjör­stjórn hefur boðað á morgun.

Hann segir að kallað verði eftir til­nefningum þing­flokka í undir­búnings­kjör­bréfa­nefnd sem ætti að geta hafið störf strax á mánu­dag.

Sú nefnd undir­búi rann­sókn á kjör­bréfum með til­liti til þeirra at­huga­semda sem fylgja, hún hafi engin völd til að úr­skurða um neitt. Hin eigin­lega kjör­bréfa­nefnd, sem gerir til­lögur til þingsins um gildi kjör­bréfa, taki til starfa eftir þing­setningu.

Frétta­blaðið greindi frá því fyrr í dag að Þórunn Svein­bjarnar­dóttir þing­maður yrði full­trúi Sam­fylkingar í undir­búnings­kjör­bréfa­nefnd á Al­þingi sem tekur til starfa á morgun eftir að lands­kjör­stjórn út­hlutar þing­sætum á grunni kosninga­úr­slita.