Siðanefnd Há­skóla Íslands hef­ur sagt af sér. Mbl.is greinir fyrst frá þessu. Afsögnin kemur í kjölfar þess að rektor Háskólans Jón Atli Bene­dikts­son greindi nefndinni frá því viðhorfi sínu að nefndin hefði ekki lög­sögu í mál dr. Berg­sveins Birg­is­son­ar rit­höf­und­ar gegn dr. Ásgeiri Jóns­syni, sem í dag er seðlabanka­stjóri.

Í siðanefndinni sátu þau Henry Al­ex­and­er Henryson, Sól­veig Anna Bóas­dótt­ir og Skúli Skúla­son, en hann var formaður hennar. Þau samþykktu af­sögn­ina sam­hljóða á fundi fyrir viku síðan og sendu í kjölfarið yf­ir­lýs­ingu til skip­un­araðila í Há­skól­anum.

Umrætt mál Bergsveins og Ásgeirs hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Það varðar bók Ásgeirs Eyjan hans Ingólfs, en Bergsveinn telur hann hafa stuðst við bók sína Leitina að svarta víkingnum. Ásgeir neitar því.

Siðanefndin tók málið fyrir og taldi sig geta fjallað efnislega um málið þar á þeim grundvelli að ráðningarsamband sé fyrir hendi milli hans og háskólans þrátt fyrir launa­laust leyfi meðan hann gegnir embætti seðlabanka­stjóra. Rektor er ekki sammála þessu og telur Ásgeir heyra undir boðvald sitt, líkt og ef hann væri við störf í háskólanum.