Karl­maður á fer­tugs­aldri var í dag í Héraðs­dómi Reykja­víkur úr­skurðaður í fjögurra vikna gæslu­varð­hald, að kröfu lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Kemur þetta fram í til­kynningu frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu, en maðurinn er grunaður um fjölda brota á undan­förnum vikum, meðal annars nauðgun, ránstilraun og líkamsárásir.

Maðurinn var hand­tekinn í gær­morgun í austur­borginni í tengslum við rann­sókn mið­lægrar rann­sóknar­deildar lög­reglunnar.

Gæslu­varð­haldið grund­vallast að meðal annars á því að það sé nauð­syn­legt að verja annað fólk frá á­rásum mannsins, en úr­skurður héraðs­dóms um gæslu­varð­hald var kærður til Lands­réttar.

Í sam­tali við Frétta­blaðið í gær sagði Grímur Gríms­son, yfir­lög­reglu­þjónn í mið­lægri rann­sóknar­deild lög­reglunnar að málið væri í rann­sókn en það er ekki talið tengjast skipu­lagðri brota­starf­semi.