Maður sem dæmdur var í sextán mánaða fangelsi af héraðsdóm fyrir ítrekuð fíkniefnabrot, ofbeldisbrot gegn unnustu sinni og brot á umferðalögum hefur verið gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi af Landsrétti.

Héraðssaksóknari taldi líkur á að hann myndi halda áfram brotum og það væri því nauðsynlegt að hann yrði úrskurðaður í áframhaldanddi gæsluvarðhald.

Hann hafði sætt gæsluvarðhalds óslitið síðan 8. janúar síðastliðinn.

Ákærður í átta töluliðum

Í ákæru héraðssaksóknara gegn manninum sem gefin var út þann 24. mars síðastliðinn var maðurinn ákærður í átta töluliðum.

  • 6-8 júlí 2021: Maðurinn sakaður um mjög alvarleg umferðarlagabrot, lögreglan veitti honum eftirför.
  • 22. ágúst 2021: Ásakaður um vörslu og meðferð fíkniefna.
  • 11. október 2021: Akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur sviptur ökurétti.
  • 25. desember 2021: Maðurinn var sakaður um að hafa ráðist gegn unnustu/vinkonu sinni og beitt hana miklu ofbeldi. Hann tók hana meðal annars hálstaki, setti púða yfir vit hennar og hótaði henni ítrekað lífláti. Nágranni konunnar heyrði lætin, braust inn í íbúðina hennar og bjargaði henni frá manninum. Maðurinn var settur í nálgunarbann gegn konunni í kjölfarið.
  • 28. desember 2021: Brot gegn nálgunarbanni.
  • 7. janúar 2022: Húsbrot og nytjastuldur í samverknaði við annan sakborning.
  • 7. janúar 2022: Brot gegn lögreglulögum og umferðarlagabrot, lögregla veitti honum eftirför.

Kærði úrskurð héraðsdóms

Við þingfestingu málsins fyrir héraðsdóm játaði maðurinn sök í þremur ákæruliðum og að hluta í þeim fjórða, en neitaði sök í öðrum.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var kveðinn upp þann 1. júní 2022, þar sem manninum var gert að sæta fangelsi í sextán mánuði.

Að mati ákæruvalds og lögreglu var talin veruleg hætta á að maðurinn muni halda áfram brotum og því var talið nauðsynlegt að hann verði úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna endurtekinna afbrota og einnig verulegra hættulegra brota gegn unnustu/vinkonu. Fallist var á þá kröfu og var manninum gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhalds til 2. júlí, en þó ekki lengur en þar til endanlegur dómur gengur í máli hans.

Maðurinn skaut málinu til Landsréttar þann 4. júní og kærði þar úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald. Kærumálsgögn bárust ekki réttinum fyrr en 14. sama mánaðar.

Landsréttur hefur nú staðfesti úrskurð héraðdóms og mun maðurinn sæta gæsluvarðhaldi til 2. júlí.