Sjúkra­tryggingar Ís­lands fóru ekki að lögum um hóp­upp­sagnir þegar fjór­tán stjórn­endum var sagt upp vegna skipu­lags­breytinga. Það kemur fram í nýju á­liti Um­boðs­manns Al­þingis en stofnunin hélt því fram að þau hefðu ekki þurft að fylgja lögum um hóp­upp­sagnir og vísuðu til heildar­fjölda starfs­manna sem var á því tíma­bili 143 og að þessir fjór­tán sem var sagt upp höfðu ekki náð tíu prósent af heildar­fjölda starfs­manna.

Sam­kvæmt á­liti um­boðs­manns benti hann á að inni í heildar­fjölda hefðu verið fimm stjórnar­menn sem voru skipaðir af ráð­herra til á­kveðins tíma og voru þar af leiðandi ó­háðir stjórnunar­valdi for­stjóra.

Um­boðs­maður bendir á að þótt svo að stjórnar­mennirnir hafi fengið greidda þóknun af rekstrar­fé stofnunarinnar væri ekki hægt að líta svo á að þeir lytu stjórn nokkurs innan hennar í skilningi laga um hóp­upp­sagnir og því hafi SÍof­metið fjölda starfs­manna um að minnsta kosti fimm. Af þeim sökum hefði borið að fara að á­kvæðum laganna. Upp­sagnirnar hefðu því, að þessu leyti, ekki verið í sam­ræmi við lög.

Sam­kvæmt á­liti um­boðs­manns mæltist hann til þess að leitað yrði leiða til að rétta hlut þeirra þriggja sem kvörtuðu til hans og voru hluti af þeim sem var sagt upp en að öðru leyti yrði það að vera verk­efni dóm­stóla að meta réttar­á­hrif þessa ann­marka ef málin yrðu lögð í þann far­veg. Þá sendi hann á­litið til fé­lags- og vinnu­markaðs­ráðu­neytisins, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytisins og inn­viða­ráðu­neytisins sem fara með vinnu­mál, starfs­manna­mál ríkisins og stjórn­sýslu sveitar­fé­laga.

Nánar hér á vef Um­boðs­manns Al­þingis.

Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.
Fréttablaðið/Eyþór