Skamm­tíma­kjara­samningur hefur verið undir­ritaður milli Sam­taka at­vinnu­lífsins og Starfs­greina­sam­bandsins. Í frétta­til­kynningu frá SA kemur fram að mark­mið samningsins sé að styðja við kaup­mátt launa­fólks og brúa bili yfir í nýjan lang­tíma­samning í anda Lífs­kjara­samningsins. Þar hafi á­hersla verið lögð á að tryggja efna­hags­lega vel­sæld og aukna verð­mæta­sköpun, bæta lífs­kjör og skapa skil­yrði fyrir lækkun vaxta.

„Megin­við­fangs­efnið er að verja þann árangur sem náðst hefur á liðnum árum og tryggja grund­völl á­fram­haldandi lífs­kjara­bata á komandi misserum“ segir í til­kynningunni.

Í ljósi krefjandi efna­hags­legra að­stæðna, sem einkum hafi ein­kennst af mikilli verð­bólgu og vaxta­hækkunum, sé mikil­vægt að samningar aðila vinnu­markaðsins hafi þau skýru mark­mið að styðja við kaup­mátt og að jafn­vægi náist sem fyrst í hag­kerfinu.

„Með á­herslu á að verja kaup­mátt í samningi til skamms tíma er það á­setningur samnings­aðila að skapa fyrir­sjáan­leika á miklum ó­vissu­tímum – fjöl­skyldum og fyrir­tækjum til hags­bóta,“ segir í til­kynningunni.

Þá sé tíma­sett við­ræðu­á­ætlun sem ætlað sé að láta samning taka við af samningi hluti af sam­komu­lagi aðila, sem tryggi sam­fellu milli Lífs­kjara­samningsins frá árinu 2019 og nýs lang­tíma­samnings.

„Aðilar hafa komið sér saman um þau megin­at­riði sem horfa þarf til við þá vinnu og sam­mælst um að þegar verði hafist handa við undir­búning þeirra við­ræðna. Mark­miðið er að tryggja á­fram­haldandi kaup­máttar­aukningu launa­fólks þegar ó­vissu­tíma­bili lýkur og að samningur gaki við af samningi,“ segir í til­kynningunni.