Innlent

SFR og STRV kusu með sameiningu

​Félagsmenn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags samþykktu sameiningu félaganna í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag, en meirihluti atkvæða beggja félaga samþykkti sameininguna.

Garðar Hilmarsson og Árni Stefán Jónsson, formenn félaganna.

Félagsmenn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags samþykktu sameiningu félaganna í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag, en meirihluti atkvæða beggja félaga samþykkti sameininguna.

Forysta félaganna fagnar þessum úrslitum og þakkar öllum þeim fjölda félagsmanna sem kynntu sér málið og tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. 

„Við lítum björtum augum til framtíðar og þeirra tækifæra sem stærra og sterkara stéttarfélag mun gefa okkur. Sameinað félag mun vera betur í stakk búið til þess að mæta verkefnum framtíðarvinnumarkaðarins,“ segir í tilkynningu sem send var á fjölmiðla.

„Við munum í nýju félagi standa vörð um réttindi og kjör félagsmanna og leitast við að auka þjónustuna. Þetta verða sameiginleg verkefni okkar næstu misserin og munu trúnaðarmenn sem og félagsmenn allir vera virkjaðir í því starfi.“

Alls tóku 40,75 prósent félagsmanna SFR þátt í atkvæðagreiðslunni og féllu atkvæði þannig: 57,25 prósent sögðu já en 37,07 prósent sögðu nei, en 5,68 prósent tóku ekki afstöðu.

Hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar féllu atkvæði þannig að 77,2 prósent sögðu já en 17,56 prósent sögðu nei, en 5,5 prósent tóku ekki afstöðu. Alls tóku 27,34 prósent félagsmanna STRV þátt í atkvæðagreiðslunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Listamenn segja Seðlabankann vanvirða listina með púrítanisma

Innlent

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Innlent

Flestir læknar upp­lifa truflandi van­líðan og streitu

Auglýsing

Nýjast

Tómas segir rafrettum beint að börnum

Hægt að skilja um­búðirnar eftir til endur­vinnslu

Komu upp um þurr­mjólkursmygl

Stormur í aðsigi í dag: Ófærð og slæmt skyggni

Reglugerð ekki verið sett í sex ár

Akur­eyri heim­skauta­mið­stöðin á Ís­landi

Auglýsing