Í gær greindust 60 manns með jákvæð Covid smit innanlands. Af þeim sem greindust voru 38 utan sóttkvíar við greiningu. Þetta kemur fram í tölulegum upplýsingum á Covid.is.

Við landamæraskimun greindust 11 manns, þar af 9 með virkt smit. Rúmlega 1246 sýni voru tekin við landamæraskimun í gær og eru nú 924 í skimunarsóttkví.

Alls er nú 930 í einangrun með virkt smit en þeim fækkar um 26 á milli daga. Í sóttkví er nú 1503 einstaklingur en þeim fækkar um 328 milli daga. Fleiri sýni voru tekin innanlands í gær heldur en í fyrradag, eða rúmlega þrjú þúsund.

Á Landspítala eru nú 22 inniliggjandi, einum fleiri en í gær, en enn eru 7 á gjörgæslu.

Á mánudag greindust 62 með veiruna innanlands og voru þar 35 utan sóttkvíar við greiningu.

Fréttin var uppfærð kl. 11:12.