Héraðs­dómur Reykja­víkur dæmdi ný­verið mann í sex­tíu daga skil­orðs­bundið fangelsi fyrir brot gegn vald­stjórninni.

Þann 21. desember 2021 hótaði maðurinn lög­reglu­manni og fjöl­skyldu hans líkams­meiðingum á leið þeirra á lög­reglu­stöðina á Hverfis­götu.

Í fanga­mót­töku lög­reglu­stöðvarinnar hrækti hann í and­lit annars lög­reglu­manns með þeim af­leiðingum að hrákinn fór í hægra auga og á hægri vanga lög­reglu­mannsins.

Loks hótaði hann þriðja lög­reglu­manninum og fjöl­skyldu hans líkams­meiðingum.

Málið var tekið fyrir í Héraðs­dómi Reykja­víkur og játaði maðurinn ský­laust brot sín. Ungur aldur mannsinsog saka­ferill hans var honum til máls­bóta, en til refsi­þyngingar var horft til þess að brot hans beindust að opin­berum starfs­mönnum.

Maðurinn var því dæmdur til að sæta sex­tíu daga fangelsi, en fullnustu refsingarinnar var frestað og fellur hún niður að tveimur árum liðnum, haldi hann skil­orði. Honum var einnig gert að greiða 69.679 krónur í sakar­kostnað.