Sóttvarnastofnun Evrópu og Lyfjastofnun Evrópu segja tímabært að bjóða 60 ára og eldri seinni örvunarskammt af Covid-19 bóluefni.

Frá þessu er greint á vef Lyfjastofnunar.

Í yfirlýsingu stofnananna kemur fram að bóluefnin séu talin áhrifarík til að koma í vef fyrir alvarleg veikindi, sjúkrahúsinnlagnir og dauðsföll af völdum Covid-19.

Því sé vilji til að bólusetja 60 ára eldri vegna vaxandi tíðni sýkinga og sjúkrahúsvista vegna sjúkdómsins. Gögn gefi til kynna að ný Covid-19 bylgja sé að ryðja sér til rúms í Evrópu.

Í byrjun júlímánaðar greindi Fréttablaðið frá því að Covid-19 smitum hefði fjölgað hratt frá júníbyrjun.

Í gær lágu 32 einstaklingar með eða vegna Covid-19 á Landspítala, þar af einn á gjörgæslu.