Á hverju einasta ári berast um 7.700 tilkynningar um slys til slysaskrár Landlæknisembættisins, þar af eru tæplega 5700 tilkynningar um vinnuslys og rúmlega 2000 tilkynningar um slys á börnum á skólatíma. Þetta þýðir að meðaltali eru 16 vinnuslys á dag, alla daga ársins.

Algengustu vinnuslysin eru fallslys eins og til dæmis fall úr hæð án fallvarnarbúnaðar eða fall um fyrirstöðu í gangvegi. Helstu banaslysins meðal vinnuslysa eru fallslys.

Tryggingarfélagið VÍS hefur þróað skráningarkerfið ATVIK til að þess að ná betri yfirsýn yfir slysin. Á fjórða tug íslenskra fyrirtækja og stofnana nota nú þegar krefið en starfsmenn þess geta sent inn tilkynningar og myndir.

Ýmsar nýjungar hafa nú bæst við kerfið eins og til dæmis tað tilkynna vinnuslysið rafrænt til Vinnueftirlitsins. Viðbótin var unnin í samvinnu við Vinnueftirlitið í samræmi við evrópska skráningarlykla á vinnuslysum. VÍS segir þetta auðvelda vinnslu á tölfræði um slysins.

Hægt er að hafa kerfið á öðrum tungumálum, eins og ensku og pólsku, til þes að virkja alla starfsmenn í tilkynningu slysa, en 20 prósent alls vinnuafls á Íslandi er af erlendu bergi brotið.

Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir að bak við hvert einasta vinnuslys séu einstaklingar sem verða oft fyrir varanlegum skaða fyrir lífstíð.

„Ég veit hversu viðtækar afleiðingarnar af slíkum slysum geta verið, ekki síst fyrir fjölskyldur þeirra sem slasast. Eitt vinnuslys er einfaldlega of mikið. Nú í miðjum faraldri höfum við gott rými til þess staldra við og huga að því hvernig við getum bætt öryggi starfsmanna. Þess vegna hvetjum við fyrirtæki og sveitarfélög til þess að huga enn betur að öryggismálum ─ og ATVIK er frábært tól þess þess að útrýma vinnuslysum á Íslandi,“ segir Gísli Níls.