Alls eru sextán þing­menn, alls 25 prósent þing­manna, staddir er­lendis á vegum Al­þingis. Þetta má sjá inn á vef Al­þingis.

Þing­mennirnir, sem koma úr flestum flokkum, eru við­staddir fundi sem tengjast þátt­töku Ís­lands í al­þjóða­sam­starfi. Fundirnir eru janúar­fundur Norður­landa­ráðs, þema­ráð­stefna Vest­nor­ræna ráðsins og þing­fundur Evrópu­ráðs­þingsins. Þing­mönnunum fylgja þrír starfs­menn skrif­stofu Al­þingis.

Sjö þing­menn eru á janúar­fundi Norður­landa­ráðs, sex þing­menn á þema­ráð­stefnu Vest­nor­ræna ráðsins og þrír á þing­fundi Evrópu­ráðsins.

Hálfur milljarður í ferða­kostnað

Í svari Stein­gríms J. Sig­fús­sonar, for­seta Al­þingis, við fyrir­spurn Þor­steins Víg­lunds­sonar, þing­manns Við­reisnar, um kostnað vegna utan­lands­ferða þing­manna og for­seta Al­þingis kemur fram að kostnaðurinn hefur verið rúm­lega hálfur milljarður undan­farin tíu ár.

Árið 2018 nam kostnaðurinn rúm­lega sex­tíu milljónum króna. Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn var á síðasta ári en undir kostnaðinn fellur einnig kostnaður við ferðir starfsfólks sem fylgir þingmönnum.