Búið er að staðfesta að sextán mánaða stúlka í Suður-Afríku lét lífið eftir að hafa orðið fyrir árás gíraffa í dýragarði.

Lögreglukona staðfesti fréttirnar í samtali við fjölmiðla í Suður-Afríku og sagði að móðir stúlkunnar væri á gjörgæslu.

Það er afar sjaldgæft að gíraffar ráðist á mannfólk en þær urðu undir gíraffanum samkvæmt fréttaflutningi frá Suður-Afríku.

Slysið átti sér stað í Kuleni Farm dýragarðinum (e. wildlife park) í Hluhluwe.