Helgina 12. til 13. febrúar fer fram flokksval til að velja fram­bjóð­endur í efstu sæti á fram­boðs­lista Sam­fylkingarinnar fyrir borgar­stjórnar­kosningar í Reykja­vík í vor. Fram kemur í til­kynningu frá flokknum að kosning í sex efstu sætin sé bindandi fyrir upp­stillingar­nefnd að teknu til­liti til reglna Sam­fylkingarinnar um að ekki halli á hlut kvenna.

Sex­tán keppa um sex efstu sætin, en það eru þau: Hjálmar Sveins­son, Ólöf Helga Jakobsdóttir, Pétur Marteinn Urbancic Tómas­son, Sabine Leskopf, Sara Björg Sigurðar­dóttir, Skúli Helga­son, Stein Olav Romslo, Þor­leifur Örn Gunnars­son, Þor­kell Heiðars­son, Aron Leví Beck, Birkir Ingi­bjarts­son, Dagur B. Eggerts­son, Ellen Jaqueline Calmon, Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, Guð­ný Maja Riba og Heiða Björg Hilmis­dóttir

Fram­boðs­frestur rann út á há­degi 22. janúar. Kosninga­rétt í flokksvalinu eiga flokks­fé­lagar og skráðir stuðnings­aðilar Sam­fylkingarinnar með lög­heimili í Reykja­vík sem eru rétt skráðir 4. febrúar næst­komandi.