Helgina 12. til 13. febrúar fer fram flokksval til að velja frambjóðendur í efstu sæti á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík í vor. Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að kosning í sex efstu sætin sé bindandi fyrir uppstillingarnefnd að teknu tilliti til reglna Samfylkingarinnar um að ekki halli á hlut kvenna.
Sextán keppa um sex efstu sætin, en það eru þau: Hjálmar Sveinsson, Ólöf Helga Jakobsdóttir, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Sabine Leskopf, Sara Björg Sigurðardóttir, Skúli Helgason, Stein Olav Romslo, Þorleifur Örn Gunnarsson, Þorkell Heiðarsson, Aron Leví Beck, Birkir Ingibjartsson, Dagur B. Eggertsson, Ellen Jaqueline Calmon, Guðmundur Ingi Þóroddsson, Guðný Maja Riba og Heiða Björg Hilmisdóttir
Framboðsfrestur rann út á hádegi 22. janúar. Kosningarétt í flokksvalinu eiga flokksfélagar og skráðir stuðningsaðilar Samfylkingarinnar með lögheimili í Reykjavík sem eru rétt skráðir 4. febrúar næstkomandi.