Sextán ára tvíburasystur fundust látnar í heimahúsi í Spydeberg í Noregi aðfaranótt sunnudags. Karlmaður á tvítugsaldri hefur verið kærður fyrir manndráp af gáleysi.

VG greinir frá.

Stúlkurnar sem létust hétu Mina Alexandra og Mille Andrea Hjalmarsen en auk þeirra var ein stúlka flutt á sjúkrahús.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu kemur fram að talið sé að stúlkurnar hafi innbyrt of stóran skammt fíkniefna.

Maðurinn sem hefur verið kærður fyrir manndráp af gáleysi var á heimilinu þegar lögreglu bar að garði og var handtekinn á staðnum. Hann er kærður fyrir að hafa ekki komið stúlkunum til bjargar.

Maðurinn og stúlkan sem flutt var á sjúkrahús voru yfirheyrð í gær samkvæmt heimildum VG en lögreglan hefur ekki viljað tjá sig frekar um málið að svo stöddu.

Þá hefur lögreglan handtekin annan mann sem talinn er hafa selt stúlkunum fíkniefni.