Þrír ungir menn sem búsettir eru í þriðju stærstu borg Austurríkis, Linz, hafa viðurkennt að hafa ætlað að valda lögreglumönnum miklum skaða á meðan mótmælum gegn samkomutakmörkunum stóð þar í landi fyrr í mánuðinum.

Fá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins.

Tveir mannanna eru sextán ára og sá þriðji er tvítugur. Þeir viðurkenndu við yfirheyrslur lögreglu að hafa ætlað að hella bensíni yfir lögreglumenn og kveikja í þeim. Þá viðurkenndu þeir einnig að hafa kveikt í lögreglubíl.

Mennirnir sögðust hafa litið á lögregluna sem óvini sína vegna aðhalds þeirra á sóttvarnarreglum landsins.

Vegna mikillar fjölgunar smita í Austurríki upp á síðkastið tilkynntu stjórnvöld þar hertar samkomutakmarkanir og útgöngubann í liðinni viku.

Um 66 prósent íbúa Austurríkis hefur fengið bólusetningu. Tilgangur hertra aðgerða núna er að reyna fá fleiri til að bólusetja sig.