Sex­tán ára gömul frönsk stelpa er yngsta manneskjan til að látast af völdum CO­VID-19 í Frakk­landi. Að því er kemur fram í frétt franska miðilsins Le Parisien lést Juli­e A. að­fara­nótt mið­viku­dags á spítala í París en hún sýndi fyrst ein­kenni sjúk­dómsins um það bil viku áður.

„Við verðum að hætta að trúa því að þetta leggist bara á aldraða,“ sagði Manon, eldri systir Juli­e, um dauðs­fall systur sinnar en Juli­e hafði ekki verið með undir­liggjandi sjúk­dóm. Manon og móðir hennar eru nú í ein­angrun á heimili þeirra.

Juli­e var í skóla í E­sonne þegar hún lést og hefur minningar­stund verið skipu­lögð í skólanum í maí. Jarðar­för Juli­e fer fram næsta mánu­dag en fjöldi þeirra sem getur mætt í jarðar­förina miðast við tíu manns.

Tæp­lega 30 þúsund manns hafa nú smitast af CO­VID-19 í Frakk­landi og hafa um 1700 manns látið lífið. Út­göngu­bann hefur verið lagt á í landinu og getur fólk átt von á sekt ef það fer út án þess að það sé nauð­syn.