Sextán ára drengur er í varðhaldi hjá lögreglunni í Svíþjóð grunaður um morð á öðrum 16 ára dreng, Peter Plax þann 5. ágúst síðastliðinn við vatn í Sollentuna í grennd við Stokkhólm. Drengurinn tilkynnti lögreglu sjálfur um morðið og var handtekinn í kjölfarið.

Hann tilkynnti lögreglu um að hafa höggvið vin sinn með öxi. Fyrr um kvöldið hafði hann hringt í Peter og spurt hvort hann vildi koma með sér út að hjóla. Þeir hjóluðu að vatninu í Sollentuna þar sem morðið átti sér stað. Talið er að morðið hafi verið skipulagt af drengnum.

Samkvæmt Rickard Wahlqvist, saksóknara í málinu, liggur fyrir hvað gerðist kvöldið sem Peter Plax var myrtur en ekki liggur fyrir hvað drengnum gekk til. „Við erum að rannsaka hvað varð til þess að hlutirnir fóru svo hræðilega úr böndunum.“

Samkvæmt fyrstu geðrannsóknum á sakborningi leikur grunur á að drengurinn sé haldinn alvarlegum geðröskunum.

„Ég er fastur á föstudeginum þegar þetta gerðist,“ segir faðir Peter Plax við Aftonbladet. „Líf mitt endaði þá.“

Vinir og fjölskylda Peter Plax eru harmi sleginn en móðir hans, Olga Teouch vill ekki missa trúna á mannkynið, og vill sérstaklega ekki að foreldrar með börn hætti að treysta á heiminn.

„Enginn á að missa trúna á mannkynið ,“ segir Olga.