Lands­réttur stað­festi í dag gæslu­varð­halds­úr­skurð yfir þremur karl­mönnum sem hand­teknir voru um helgina í tengslum við rann­sókn á skipu­lagðri brota­starf­semi, fram­leiðslu fíkni­efna og peninga­þvætti. Sex voru hand­teknir vegna málsins og sæta þeir allir gæslu­varð­haldi.

Greint var frá málinu um helgina og sagði lög­regla í til­kynningu sinni að um hafi verið að ræða mjög um­fangs­miklar að­gerðir þar sem sex voru hand­teknir og lagt hafi verið hald á fíkni­efni, vopn og fjár­muni. Sex­menningarnir voru allir úr­skurðaðir í gæslu­varð­hald til 27. janúar og 31. janúar á sunnu­dag en þrír þeirra fóru fram á að úr­skurðinum yrði hnekkt og á­frýjuðu til Lands­réttar.

Lög­regla hyggst ekki veita upp­lýsingar um málið og í til­kynningunni eru „fjöl­miðlar beðnir um að virða það“.