Sex um­sóknir bárust um starf lögreglu­stjórans á Austur­landi, að því fram kemur á vef Austur­fréttar. Um­sóknar­frestur rann út á föstu­dag og verður nýr lög­reglu­stjóri skipaður frá og með 1. mars.

Lögum sam­kvæmt skulu lög­reglu­stjórar vera að minnsta kosti þrjá­tíu ára gamlir, með ís­lenskan ríkis­borgara­rétt, vera svo á sig komnir and­lega og líkam­lega að þeir geti gegnt em­bættinu, aldrei hlotið fangelsis­dóm né misst for­ræði á búi sínu og lokið fullnaðar­prófi í lög­fræði eða há­skóla­prófi í jafn­gildri grein.

Þá eru jafn­framt gerðar kröfur um góða þekkingu og yfir­sýn á verk­efnum lög­reglu, rekstri, stjórnun, störfum innan stjórn­sýslunnar og for­ustu-og sam­skipta­hæfni. Dóms­mála­ráð­herra skipar lög­reglu­stjóra til fimm ára í senn.

Eftir­talin sóttu um em­bætti lög­reglu­stjórans á Austur­landi:

Sigurður Hólmar Kristjáns­son – lög­fræðingur, stað­gengill lög­reglu­stjórans á Norður­landi vestra
Helgi Jens­son – lög­fræðingur, stað­gengill lög­reglu­stjórans á Austur­landi
Logi Kjartans­son – lög­fræðingur
Margrét María Sigurðar­dóttir - for­stjóri
Hall­dór Rós­mundur - lög­fræðingur
Gísli M. Auð­bergs­son – lög­maður