Sex þjálfarar hjá Víkingi Reykja­vík eru komnir í sótt­kví þar af tveir vegna beinna tengsla við ein­stak­ling af leik­skólanum Jörfa. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá knatt­spyrnu­fé­laginu.

„Hinir fjórir eru starfs­menn skóla eða frí­stunda­heimila í hverfinu og hafa verið sendir í sótt­kví af yfir­mönnum sínum til að gæta fyllsta öryggis. Ekkert smit hefur greinst innan veggja fé­lagsins,“ segir í til­kynningu.

Fé­lagið óskaði eftir svörum frá smitrakningar­teyminu við því hvort leggja ætti niður æfingar í nokkra daga meðan staðan er endur­metin.

„Svörin voru mjög skýr - engin smitrakning á sér stað í tengslum við starf­semi fé­lagsins og því ekki á­stæða til að loka Víkinni frekar en öðrum skólum eða leik­skólum í hverfinu. Æfingar halda því á­fram en án allra búnings­klefa. Við skiljum þó full­kom­lega for­eldra sem vilja halda börnum sínum heima næstu daga. Það er hins vegar á­kvörðun okkar að fella niður allan rútu­akstur þessa vikuna. Þar er blöndun nem­enda mikil og við treystum okkur ekki til að tryggja örugg skil­yrði í rútunni,“ segir þar enn fremur.

Fé­lagið hvetur að lokum for­eldra að senda ekki börn með minnstu ein­kenni á æfingar heldur panta tíma í skimum.