Frá því klukkan níu í gær­kvöldi hafa um 1200 skjálftar mælst þar af sex stærri en þrír. Rétt fyrir hálf þrjú í nótt mældist skjálfti upp á upp á 5.0 við Kleifar­vatn.

Veður­stofunni hafa borist til­kynningar um að skjálftinn hafa fundist á Grundar­firði, Akra­nesi, Borgar­firði, Reykja­nes­bæ, á Suður­landi og á höfuð­borgar­svæðinu. Með­fylgjandi er á­hrifa­kort skjálftans.

Þá mældist einn skjálfti um 3,1 rétt yfir 6 í morgun.

Í­búar í Grinda­­vík bíða nú þess sem verða vill eftir að ný hrina jarð­­skjálfta á Reykja­nes­­skaga hristir bæinn þeirra svo munir falla um koll. Bæjar­­stjórinn segir Grind­víkinga reiða sig á upp­­­lýsingar vísinda­manna.