Nýrrar bókar eftir banda­rísku blaða­konuna Maggi­e Haber­man, Con­fi­dence Man, er beðið með mikilli eftir­væntingu. Í bókinni er fjallað um Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta, og ljósi varpað á ýmis­legt sem ekki hefur komið fram; allt frá upp­hafs­árum hans í við­skiptum og þar til hann lét af em­bætti for­seta Banda­ríkjanna.

BBC hefur tekið saman nokkrar „sprengjur“ úr bókinni eins og það er orðað. Bókin er meðal annars byggð á við­tölum við rúm­lega 200 heimildar­menn, þar á meðal sam­starfs­menn for­setans fyrr­verandi og þá eru í bókinni þrjú við­töl við Trump sjálfan.

Trump hefur sjálfur gagn­rýnt Haber­man og full­yrt að ýmsar fals­upp­lýsingar komi fram í bókinni.

Vildi reka I­vönku og Jar­ed Kus­hner


Í bókinni full­yrðir Haber­man að Trump hafi verið ná­lægt því að reka bæði dóttur sína, I­vönku og eigin­mann hennar, Jar­ed Kus­hner, sem bæði sinntu ráð­gjafar­störfum fyrir hann. Er Trump sagður hafa ætlað að skrifa færslu á Twitter til að til­kynna þetta en starfs­manna­stjóri Hvíta hússins á þessum tíma, John Kel­ly, hafi komið í veg fyrir það. Trump hefur sjálfur þver­tekið fyrir að hafa ætlað að reka I­vönku og Kus­hner.

Í­hugaði að sprengja fíkni­efna­verk­smiðjur í Mexíkó


Í einum kafla í bókinni er sagt frá því að Trump hafi stungið upp á því að banda­ríski herinn myndi gera á­rásir á fíkni­efna­verk­smiðjur í Mexíkó. Gríðar­legt magn eitur­lyfja streymir yfir landa­mæri Mexíkó og Banda­ríkjanna og er Trump sagður hafa viljað setja strik í reikninginn hjá glæpa­gengjum sunnan landa­mæranna. Þetta kom þá­verandi varnar­mála­ráð­herra Banda­ríkjanna, Mark Esper, í opna skjöldu að sögn Haber­man.

Allt virðist þetta hafa verið á mis­skilningi byggt. Hug­myndin kom eftir að hers­höfðinginn Brett Giroir, sem gegndi meðal annars stöðu yfir­manns skimana gegn kórónu­veirunni, kom að máli við Trump og ræddi meðal annars það mikla fíkni­efna­smygl sem ætti sér stað á landa­mærunum. Sagði Giroir að Banda­ríkja­menn þyrftu að bregðast hart við. Giroir var í ein­kennis­búningi á um­ræddum fundi og hélt Trump að hann væri full­trúi banda­ríska hersins. Haber­man segir að eftir þetta at­vik hafi Hvíta húsið beðið Giroir um að klæðast ekki lengur ein­kennis­búningi sínum sem líktist ein­kennis­búningi hers­höfðingja í hernum.

Donald Trump óttaðist um heilsu sína þegar hann fékk Covid-19.
Fréttablaðið/Getty

Var hræddur um að deyja úr CO­VID-19


Haber­man segir að þegar Trump veiktist af Co­vid-19 í októ­ber 2020 hafi á­stand hans farið versnandi nokkuð hratt. Um tíma er Trump sagður hafa óttast um líf sitt. Tony Ornato, að­stoðar­starfs­manna­stjóri Hvíta hússins, er sagður hafa gripið til fyrir­byggjandi að­gerða til að tryggja starf­hæfa ríkis­stjórn ef heilsu for­setans myndi hraka á­fram. Trump var sjálfur gagn­rýndur í for­seta­tíð sinni fyrir að tala niður hættuna af Co­vid-19.

Bað Giu­ilani að gera „hvað sem er“ eftir tapið


Trump virðist hafa verið orðinn býsna ör­væntingar­fullur eftir að ljóst varð að hann myndi tapa gegn Joe Biden í for­seta­kosningunum 2020. Hann er sagður hafa hringt í lög­mann sinn, Rudy Giuli­ani, og látið hann fá skýr skila­boð: „Okay, Rudy, you're in charge. Go wild, do anyt­hing you want. I don't care," er Trump sagður hafa sagt við hann. Þetta gerðist eftir að aðrir úr lög­manna­t­eymi Trumps sögðu að ekkert væri hægt að gera til að ó­gilda kosningarnar.

Setti skjöl í klósettið og sturtaði niður


Með­ferð Trumps á bréfs­efni Hvíta hússins hefur verið tals­vert til um­ræðu, en eins og kunnugt er var gerð hús­leit í sumar á heimili hans í Mar-a-Lago vegna gruns um að hann hafi haldið eftir skjölum eftir að hann lét af em­bætti for­seta. Í bók Haber­man kemur fram að starfs­fólk Hvíta hússins hafi reglu­lega komið að stífluðum klósettum eftir að for­setinn reif skjöl og reyndi að sturta þeim niður.

Hélt að starfs­fólk Demó­krata væru þjónar


Árið 2017 er Trump sagður hafa snúið sér að hópi starfs­manna Demó­krata­flokksins í banda­ríska þing­húsinu og beðið þá um að ná í snittur.

Trump er sagður hafa haldið að um þjóna væri að ræða, mögu­lega vegna þess að enginn í hópnum var hvítur á hörund. Í bókinni kemur fram að fólkið hafi starfað fyrir Chuck Schumer og Nan­cy Pelosi. Í bókinni er einnig varpað ljósi á vafa­söm um­mæli Trumps, meðal annars í garð sam­kyn­hneigðra.

Confidence Man eftir Maggie Haberman.