Sex greindust með já­kvæð CO­VID-19 smit á Norður­landi vestra og hafa á þriðja hundrað manns verið settir í sótt­kví. Að­gerða­stjórn al­manna­varna á Norður­landi vestra til­kynnti um harðar að­gerðir vegna þessa í til­kynningu sem birt var á Face­book-síðu lög­reglunnar á Norður­landi vestra í dag.

Um­fangs­mikil skimun fór fram á Norður­landi vestra yfir helgina í kjöl­far þess að fjögur já­kvæð smit greindust í Skaga­firði. Allt að 400 sýni voru tekin í gær og í dag og í kjöl­far niður­staðna telur að­gerða­stjórn að ráðast þurfi í harðar að­gerðir svo unnt sé að tak­marka frekari út­breiðslu veirunnar og ná þar með tökum á á­standinu.

Meðal þeirra að­gerða sem farið verður út í er frestun á boðuðum til­slökunum sem taka eiga gildi á morgun. Til­slakanir munu ekki taka gildi í Skaga­firði og Akra­hreppi fyrr en mánu­daginn 17. maí.

Þá hefur öllu skóla­haldi í Árskóla og leik­skólanum Ár­sölum verið af­lýst frá og með 10. til 14. maí í hið minnsta. Sund­laugum, líkams­ræktar­stöðvum og í­þrótta­mann­virkjum í Skaga­firði verður lokað frá 10. til 16. maí og öllum í­þrótta­æfingum yngri flokka verður af­lýst. Þá hefur skíða­svæðinu í Tinda­stóli verið lokað og öllum menningar­við­burðum verið af­lýst.

Nánar má lesa um að­gerðirnar í Face­book-færslu síðu lög­reglunnar á Norður­landi vestra hér að neðan.

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Sunday, May 9, 2021