Alls greindust sex manns með Covid-19 hér á landi síðastliðinn sólarhring. Allir greindust á sýkla- og veiru­­­­fræði­­­­deild Land­­­­spítala en enginn greindist hjá Ís­­­­lenskri erfða­­­­greiningu. Þetta kemur fram í nýjum tölum á co­vid.is.

Um er að ræða fjölgun frá því í gær þegar fjórir einstaklingar greindust með veiruna hér á landi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því á upplýsingafundi almannavarna að engin þeirra smituðu hafi verið í sóttkví.

Fjögur smit við landamærin

Alls voru 695 sýni tekin á sýkla- og veirufræðideild en 27 hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þá voru 2488 sýni tekin við landamæraskimun og beðið er eftir mótefnamælingu fjögurra einstaklinga sem reyndust vera með veiruna.

Alls eru nú 120 í ein­angrun á landinu en einn losnaði úr einangrun í gær. Frá upphafi hafa því 1.978 manns smitast af Covid-19 veirunni hér á landi.

Í sótt­kví eru 720 og fækkaði þeim um 46 milli daga. Nærri 23 þúsund manns hafa lokið sóttkví frá því 15. júní síðastliðinn.

Fréttin hefur verið uppfærð.