Sex eru nú með stöðu sak­borning í rann­sókn lög­reglu á árás sem átti sér stað í Borgar­holts­skóla í síðustu viku. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Gunnari Rúnari Svein­björns­syni hjá Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu miðar rann­sókninni vel. Hann segir að lög­reglan þurfi að fara yfir mikið af gögnum í tengslum við málið.

Að minnsta kosti sex voru flutt á slysa­deild eftir á­rásina. Ungur karl­­­­maður mætti í skólann vopnaður hafna­­­­bolta­kylfu og hníf. Til átaka kom milli unga mannsins og annarra nemenda og var í kjölfarið kallað á lögreglu, sjúkraflutningamenn og sérsveit. Þrjú ungmenni voru handtekin og sett í umsjá félagsþjónustunnar vegna ungs aldurs. Ungi maðurinn var í kjölfarið tekinn úrskurðaður í gæsluvarðhald en var látinn laus fyrr í vikunni.