Að minnsta kosti sex mót­mælendur létu lífið í ó­eirðum í Perú í gær. Stjórn­völd hafa lýst yfir neyðar­á­standi í kjöl­far mikilla mót­mæla sem komu eftir að Pedro Ca­still­o, fyrrum for­seti landsins, var hand­tekinn.

Fjórir létust í borginni Ayacucho í suður­hluta Perú þegar mót­mælendur ruddu sér leið inn á flug­völl borgarinnar og voru skotnir af her­sveitar­mönnum. Tveir létust síðar í La Libertad í norður­hluta landsins.

Tala látinna í Perú er nú komin upp í fjór­tán eftir að mót­mæli hófust fyrir viku síðan. Í­búar hafa kallað eftir því að nýi for­seti Perú, Dina Bolu­arte, segi af sér og að Pedro Ca­still­o verði komið aftur fyrir á valda­stól.

Í kringum 800 ferðamenn eru einnig strandaglópar við vinsæla ferðamannastaðinn Machu Picchu, en eina leiðin inn og út af svæðinu er með lest sem hefur verið skemmd af mótmælendum. Ferðamenn eru nú sagðir bíða við rætur fjallsins án birgða og hafa embættismenn beðið um þyrlur til að aðstoða fyrir að flytja ferðamenn út af svæðinu.