Inga Hlíf Mel­vins­dóttir, sér­náms­læknir í hjarta­lyf­lækningum við Yale há­skóla í Banda­ríkjunum, sem fram­kvæmdi rann­sókn á 152 sjúk­lingum hér­lendis með flysjun eða rof í ósæð, segir að minnsta kosti sex hafi látist heima hjá sér sólar­hring eftir heim­sókn á bráða­mót­tökuna á árunum 1992 til 2013.

Rann­sókn Ingu birtist læknis­ritinu European Journal of Car­diot­hora­cic Sur­gery árið 2016. Rannsóknin tók til 152 sjúk­linga sem greindust með flysjun á árunum 1992 til 2013 og var sam­starfs­verk­efni hjarta- og lunga­skurð­deildar Land­spítala og lækna­deildar HÍ.

Í fjögur af þessum sex til­fellum leituðu sjúk­lingar á bráða­mót­töku Land­spítalans, að sögn Ingu.

Frétta­blaðið greindi frá því í síðustu viku að fer­tugur karl­maður lést sólar­hring eftir tvær heim­sóknir á Heil­brigðis­stofnun Suður­nesja. Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins kvartaði maðurinn undan „sárum brjóst­verk með leiðni upp í háls og doða niður í fót­legg.“ Maðurinn var sendur heim í bæði skiptin án þess að vera sendur í sneið­mynda­töku.

Daginn eftir fann fjöl­skylda mannsins hann látinn á bað­her­bergis­gólfinu heima hjá sér. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu krufningar lést maðurinn úr flysjun eða rof á ósæð í brjóstholi. Fjöl­skylda mannsins hyggst sækja bætur vegna and­láts hans.

Inga Hlíf Mel­vins­dóttir (t.v.) sér­náms­læknir í hjarta­lyf­lækningum við Yale há­skóla í Banda­ríkjunum.
Ljósmynd/aðsend

Brjóstverkur og skerandi bakverkur rauð flögg

Fram kemur í rannsókn Ingu að á Ís­landi greinast fimm til átta til­felli ár­lega, en af ó­skýrðum á­stæðum er sú tíðni heldur lægri en í ná­granna­löndum Ís­lands. Þá létust um 18% sjúk­linganna áður en þeir náðu á sjúkra­hús, og önnur 21% létust innan sólar­hrings eftir komu á sjúkra­hús. „Þetta er alveg hrika­lega lúmskt,“ segir Inga um greiningar á flysjun.

Um 55% sjúk­linganna létust innan 30 daga frá því að þeir greindust með ós­æðar­rof. Af þeim sem gengust undir bráða­skurð­að­gerð var dánar­hlut­fallið lægra, eða 28%.

„Í helstu rann­sóknum sem hafa verið gerðar á þessu þá er fólk með þennan klassíska brjóst­verk en eitt rautt flagg í þessu er er skerandi bak­verkur á milli herða­blaðanna,“ segir Inga.

„Þessir týpisku verkir eru hins vegar ekki til staðar nema í 50 til 60 prósent til­fella og til eru til­felli þar sem sjúk­lingar eru með ó­venju­lega verki,“ segir Inga.

Í einu tilfelli hérlendis fékk sjúklingur mikinn tannverk eða verk í kjálkann og leitaði til tannlæknis skömmu áður en hann var bráðkvaddur.

Fréttablaðið greindi frá manni sem lést úr ósæðarrofi eftir tvær heimsóknir á HSS.

„Það er mörg flóra af öðrum verkjum sem getur tengst þessu. Sumir eru ein­kenna­lausir en það er mjög sjald­gæft,“ bætir hún við. Samkvæmt rannsókn Ingu er gríðar­lega mikil­vægt að greina flysjun eða ós­æðar­rof snemma og senda síðan sjúkling tafarlaust í aðgerð.

Ef læknir er með ós­æðar­flysjun í huga á alltaf að senda sjúk­ling í CT-skanna til að fá mynd. Einnig er hægt að greina ósæðarflysjun með ómun en það er ekki ákjósanlegt.

Dánartíðni hækkar um prósent hvern klukkutíma eftir einkenni

Ós­æðar­flysjun í brjóst­hols­hluta ós­æðar er lífs­hættu­legur sjúk­dómur sem krefst flókinnar með­ferðar þar sem tíðni fylgi­kvilla er há

„Þegar það er á­kveðin tegund af flysjun og flysjunin fer alveg upp í ós­æðar­bogann, sem er hlutinn af ós­æðinni sem er næst hjartanu, þá þarf að tala við skurð­lækni án tafar,“ segir Inga.

„Þegar þessi mál eru skoðað eftir á. Þá sér maður að eftir að við­komandi fær ein­kenni af ós­æðar­flysjun þá hækkar dánar­tíðnin um eitt prósent hvern klukkutíma,“ segir Inga. „Þess vegna þarf að senda þig í að­gerð án tafar,“ segir Inga en eftir að ósæðarveggurinn rofnar deyr fólk innan örfárra mínútna.

„Flysjun eða ós­æðarrof er þegar lög ós­æðar­veggsins skiljast að. Ós­æðin sjálf sem er eins og langt rör og frá hjarta yfir í líkamann er gerð úr þremur lögum og þegar lögin skiljast á blæðir inn á milli laga og þá verður ós­æðar­veggurinn við­kvæmur og rofnar. Þegar ós­æðin rofnar þá blæðir þér út mjög fljótt,“ segir Inga.

Sam­kvæmt rannsókn sem birtist í Lækna­blaðinu árið 2016 hefur að­gerðum vegna ós­æðar­flysjunar í ris­hluta ós­æðar hefur fjölgað um­tals­vert á síðast­liðnum ára­tug hér á landi. Fylgi­kvillar eru tíðir, sér­stak­lega endur­að­gerðir en dánar­tíðni skemmri 30 daga og lang­tíma­lifun eru sambærilegar við erlendar rannsóknir. .

Alls gengust 45 sjúk­lingar undir að­gerð vegna bráðrar ós­æðars­flysjunar af gerð á Land­spítala á árunum 1992 til 2014. Um 70 prósent sjúk­linga voru karl­kyns og var meðal­aldur um 70 ár.