Erlent

Sex krömdust til bana á Ítalíu

Ungmennin sem létust voru á aldrinum 14 til 16 ára.

Frá vettvangi í nótt. EPA

Sex létust, þar af fimm ungmenni, þegar þau krömdust í mannþröng á næturklúbbi nærri Ancona á Ítalíu í nótt. Styggð kom að hópi fólks í kjölfar þess að piparúða var spreyjað inni á staðnum, að því er óstaðfestar fregnir herma.

Ungmennin sem létust voru á aldrinum 14 til 16 ára en ein konan var 39 ára. Tugir eru slasaðir, þar af 13 alvarlega. Áverkar margra þeirra benda til þess að þau hafi kramist.

Talið er að um þúsund manns hafi verið inni á staðnum þegar atvikið varð. Rapparinn Sfera Ebbasta átti að stíga á stokk. Skemmtistaðurinn sem um ræðir heitir The Lanterna Azzurra.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bretland

Þúsundir hermanna í viðbragðsstöðu vegna Brexit

Marokkó

Danir vara við því að vera einn á ferð um Marokkó

Frakkland

Gulu vestin brenndu og stórskemmdu tollahlið

Auglýsing

Nýjast

Benedikt: Jóla­guð­spjall orku­mála­stjóra messu virði

Breytir Volkswagen I.D. rafbíla-markaðnum?

Hættir sem prófessor í HÍ í kjölfar áreitni

Jaguar I-Pace fékk 5 stjörnur

Ökumaður reyndi að hlaupa lögreglu af sér

Lokanir í miðbænum á Þorláksmessu að venju

Auglýsing