Alls eru nú sex inni­liggjandi á Land­spítalanum með CO­VID-19. Tveir þeirra eru á gjör­gæslu og annar þeirra í öndunar­vél. Þannig hefur einn COVID-19 sjúklingur verið lagður inn til viðbótar í dag en fimm voru inniliggjandi í gær. Þetta kemur fram í til­kynningu frá við­bragðs­stjórn og far­sótta­nefnd spítalans en RÚVgreindi fyrst frá.

Sam­kvæmt til­kynningunni eru 519 sjúk­lingar í eftir­liti CO­VID-19 göngu­deildarinnar. Eins og áður hefur verið greint frá eru 37 starfs­menn Land­spítalans í ein­angrun vegna smits og 121 starfs­maður í sótt­kví.

Alls greindust 32 ein­staklingar með CO­VID-19 í gær og voru 17 þeirra í sótt­kví. Um 2.300 sýni í það heila voru tekin í gær sem er nokkuð meira en á laugar­dag og sunnu­dag. Sem fyrr segir greindust 39 smit á sunnu­dag en 20 smit á laugar­dag.