Sex innan­lands­smit greindust í gær sam­kvæmt bráða­birgða­tölum frá al­manna­varna­deild Ríkis­lög­reglu­stjóra. Fimm af þeim sex sem greindust voru í sótt­kví.

Smitrakningar­deildin vinnur nú að því að rekja smitin. Þrjú innan­lands­smit greindust í fyrrdag og var einn utan sótt­kvíar.

Tölur verða upp­færðar á co­vid.is eftir helgi en fyrir helgi voru 41 í ein­angrun og 341 í sótt­kví.

YFir 91 þúsund einstaklingar eru full­bólu­settir á Ís­landi.