Sex innanlandssmit greindust í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Fimm af þeim sex sem greindust voru í sóttkví.
Smitrakningardeildin vinnur nú að því að rekja smitin. Þrjú innanlandssmit greindust í fyrrdag og var einn utan sóttkvíar.
Tölur verða uppfærðar á covid.is eftir helgi en fyrir helgi voru 41 í einangrun og 341 í sóttkví.
YFir 91 þúsund einstaklingar eru fullbólusettir á Íslandi.