Sex innan­lands­smit greindust í gær. Helmingur þeirra var í sótt­kví en hinn helmingurinn ekki. Þetta kemur fram í upp­lýsingum á vef al­manna­varna CO­VID.is.

Tveir greindust á landa­mærunum og er beðið eftir niður­stöðum mót­efna­mælingar. 62 eru nú í ein­angrun. 400 manns eru í sótt­kví. 2174 smit hafa nú verið stað­fest í heild sinni á Ís­landi.

Alls hafa verið tekin 479 sýni hjá sýkla-og veiru­fræði­deild Land­spítalans en 1056 á landa­mærunum í báðum landa­mæra­skimunum.

Ný­gengi innan­lands­smita, fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa, undan­farnar tvær vikur er 11,5 en var 11,2 í gær. Ný­gengi landa­mæra­smita er 5,2 en var 5,5 í gær.