Sex þing­menn eru metnir hæfir til þess að koma Klausturs­málinu á­fram til siða­nefndar Al­þingis. Þrír þeirra eru úr Sjálf­stæðis­flokki, tveir úr Vinstri grænum og einn úr Mið­flokki. Frá þessu greinir frétta­stofa RÚV. Til stendur að skipa nýja for­sætis­nefnd sem mun koma til með að hafa þetta eina verk­efni. 

Nefndar­menn mega ekki hafa tjáð sig um málið opin­ber­lega á nokkurn hátt, svo ekki sé hægt að draga hæfi þeirra í efa. 

Þeir sem ekki eru metnir hæfir eiga það sam­eigin­legt að hafa tjáð sig um málið opin­ber­lega. Það eru því að­eins sex þing­menn ekki hafa gert slíkt og fá þann stimpil að vera metnir hæfir til að skipa for­sætis­nefndina. 

Sam­kvæmt heimildum RÚV er um að ræða Sjálf­stæðis­mennina Harald Bene­dikts­son, Óla Björn Kára­son og Njál Trausta Frið­berts­son. Úr röðum Vinstri grænna eru það þau Steinunn Þóra Árna­dóttir og Ólafur Þór Gunnars­son og loks Sigurður Páll Jóns­son úr Mið­flokki. RÚV segir að Sigurður hafi hins vegar beðist undan verk­efninu. 

Til stendur að skipa nefndina í næstu viku og er ætlunin að málinu ljúki með úr­skurði siða­nefndar eftir um tvo og hálfan mánuð.