Sex voru úr­skurðaðir í gæslu­varð­hald í Héraðs­dómi Reykja­víkur vegna rann­sóknar lög­reglu á höfuð­borgar­svæðinu á skipu­lagðri brota­starf­semi. Málið tengist hús­leitum sem lög­regla réðst í víðs vegar á höfuð­borgar­svæðinu þar sem lagt var hald á fíkni­efni, vopn og fjár­muni.


Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni. Fimm þeirra sex voru úr­skurðaðir í gæslu­varð­hald til 31. janúar en einn til 27. janúar. Var það gert á grund­velli rann­sóknar­hags­muna að kröfu lög­reglunnar í þágu rann­sóknar hennar á skipu­lagðri brota­starf­semi, sem segir að snúi meðal annars að fram­leiðslu fíkni­efna og peninga­þvætti.


Mennirnir sex voru allir hand­teknir síðasta sólar­hring sam­hliða mjög um­fangs­miklum að­gerðum lög­reglunnar. Hún réðst í hús­leitir víða á höfuð­borgar­svæðinu og lagði hald á fíkni­efni, vopn og fjár­muni.


Lög­regla vill ekki veita frekari upp­lýsingar um málið að svo stöddu.