Þegar er hafin smíði á bílnum sem verður frumsýndur 2026 og er þegar búið að selja það eintak, en alls verða 105 eintök smíðuð. Hennessey hefur verið að gæla við rafdrifinn ofurbíl í nokkurn tíma en glímt við þekkt vandamál sem er að ná niður þyngd, sem gengur ekki alltaf saman við háa hestaflatölu raf bíla sem þurfa fleiri mótora og stærri rafhlöður. Þess vegna fóru þeir þá leið að sætta sig við að bíllinn yrði yfir tvö tonn og ekki aðeins tveggja sæta. Bíllinn verður með mótor á hverju hjóli og að sögn Hennessey er ekki óalgengt að hver mótor geti skilað allt að 400 hestöflum í svona bíl. Ef slíkur mótor verður við hvert hjól verður hestaf latalan stjarnfræðileg, eða 2.400 hestöfl. Það eru fyrirtæki eins og Pennzoil, sem er í eigu Shell, og Delta, sem Cosworth á, sem eru í samstarfi við Hennessey um þróun rafmótoranna.