Sex voru hand­tekn­ir í dag í Ár­ós­um og Kaup­mann­a­höfn vegn­a meintr­a tengsl­a við hryðj­u­verk­a­sam­tök­in ISIS. Hin­ir hand­tekn­u eru all­ir karl­menn, á aldr­in­um 27 til 35 ára. Þeir voru hand­tekn­ir í sam­eig­in­legr­i að­gerð lög­regl­unn­ar á Aust­ur-Jót­land­i, Kaup­mann­a­hafn­ar og dönsk­u ör­ygg­is­lög­regl­unn­ar. Fjór­ir þeirr­a voru hand­tekn­ir í Ár­ós­um og tveir í Kaup­mann­a­höfn.

Þett­a kem­ur fram í til­kynn­ing­u frá lög­regl­unn­i á Aust­ur-Jót­land­i.

Tveir þeirr­a eru sak­að­ir um að hafa ferð­ast til Sýr­lands sum­ar­ið 2014 og geng­ið til liðs við ISIS-sam­tök­in. Annar þeirr­a mun hafa far­ið aft­ur til Sýr­lands vor­ið 2015 og sent pen­ing­a til sam­tak­ann­a.

Fjór­ir þeirr­a eru sagð­ir hafa gengt hlut­verk­i mill­i­lið­a í þeim til­gang­i að flytj­a fjár­magn til ISIS-sam­tak­ann­a.

Fimm af þeim sex sem hand­tekn­ir voru verð­a leidd­ir fyr­ir dóm­ar­a í Ár­ós­um í dag. Sak­sókn­ar­i hef­ur far­ið fram á að þing­hald­ið verð­i lok­að.