Alls hafa sex smit­ast þrisv­ar af Co­vid-19 og 3.972 tvisvar á Íslandi. Af þeim sem smit­uð­ust tvisvar smit­uð­ust lang­flest­ir aft­ur eft­ir ár­a­mót á þess­u ári eða alls 3.560.

Af þeim sem greind­ust tvisvar lögð­ust þrett­án inn á Land­spít­al­a með eða vegn­a Co­vid-19 en fjór­ir lögð­ust inn vegn­a Co­vid-19. Allir fjór­ir lögð­ust inn vegn­a seinn­i sýk­ing­ar en þar af var einn sem lagð­ist inn bæði vegn­a fyrr­i og seinn­i sýk­ing­ar.

Frá þess­u er greint á vef land­lækn­is­em­bætt­is­ins en þar eru greind­ar upp­lýs­ing­ar um smit á Ís­land­i með til­lit­i til end­ur­smits, ald­ur smit­aðr­a og fleir­a.

Þar kem­ur fram að þann 28. mars 2022 höfð­u alls 180.726 greinst með Co­vid-19 á Ís­land­i. Fyr­ir ár­a­mót 2022 höfð­u 30.487 manns greinst með Co­vid-19 hér­lend­is en eft­ir ár­a­mót hafa greinst 150.239 manns.

Ef tek­ið er ein­falt hlut­fall af þeim 30.487 sem smit­uð­ust fyr­ir ár­a­mót, eða áður en Omíkr­on-af­brigð­i veir­unn­ar tók yfir, þá höfð­u 3.560 eða 11,7 prós­ent smit­ast aft­ur eft­ir ár­a­mót í Omíkr­on bylgj­unn­i.

Þá höfð­u 246 smit­ast tvisvar fyr­ir ár­a­mót eða tæp 1 prós­ent af öll­um smit­uð­um þá. Af þeim sem hafa smit­ast aft­ur var fyrr­a smit í flest­um til­fell­um fyr­ir ár­a­mót en þó eru 166 ein­staklingar sem hafa smit­ast tvisvar á þess­u ári en að með­al­tal­i liðu 317 dag­ar frá fyrr­a smit­i að end­ur­smit­i. Minnst liðu 30 daga og mest liðu 714 daga.

Þá kem­ur fram að end­ur­smit hafa greinst í öll­um ald­urs­hóp­um en eru held­ur al­geng­ar­i í yngr­i ald­urs­hóp­um eins og má sjá í töfl­u frá em­bætt­i land­lækn­is hér að neð­an.

Á vef þeirr­a seg­ir að þess­ar nið­ur­stöð­ur séu í sam­ræm­i við ný­leg­a rann­sókn frá Ísra­el en lík­leg­a eru þeir yngr­i meir­a út­sett­ir auk þess sem þeir eldri fara hugs­an­leg­a var­leg­ar.

Tafl­an sýn­ir yf­ir­lit yfir öll end­ur­smit hjá ein­stak­ling­um eft­ir aldr­i í far­aldr­in­um hing­að til:
Mynd/Embætti landlæknis

Um 80 prós­ent lands­mann­a eru full­ból­u­sett og tæp 70 prós­ent full­orð­inn­a hafa feng­ið örv­un­ar­skammt. Fram kem­ur í frétt land­lækn­is­em­bætt­is­ins að nú sé em­bætt­ið að skoð­a end­ur­smit út frá ból­u­setn­ing­ar­stöð­u.

Endur­smit hér­lend­is er skil­greint í sam­ræm­i við leið­bein­ing­ar sótt­varn­a­stofn­un Evróp­u (ECDC) ef sami ein­stak­ling­ur grein­ist tvisvar og 60 dag­ar eða meir­a eru á mill­i grein­ing­a. Í á­kveðn­um til­fell­um hef­ur end­ur­smit ver­ið skil­greint inn­an 60 daga skv. mati COVID-19 göng­u­deild­ar Land­spít­al­a.