Sex greindust innanlands með kórónuveiruna í gær. Helmingur var í sóttkví við greiningu. 26 smit greindust á landamærunum. Þetta kemur fram á covid.is.

164 manns eru í einangrun en voru 149 í gær. 242 eru í sóttkví í gær en þeir voru 320 í gær. 2037 manns eru nú í skimunarsóttkví. 19 eru á sjúkrahúsi vegna veirunnar.

Nýgengni innanlandssmita, sem er fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 18,0 en var 18,8 í gær. Nýgengni landamærasmita er því 25,9 og hið sama og í gær.

Alls hafa 5935 manns greinst með veiruna á Íslandi hingað til. 29 hafa látist hér á landi vegna COVID-19 sjúkdómsins.